Posts

Showing posts from October, 2024

Nemendaþing

Image
Nemendaþing fór fram í skólanum síðastliðinn miðvikudag. Stjórn nemendaféalgsins Æsir skipulagði þingið og stýrði því með glæsibrag en þeim þótti mikilvægt að fullorðnir tækju sem minnst þátt til að tryggja opinská samskipti nemenda.  Eftir að fundarstjóri hafði boðið öl velkomin var farið í Kahoot með öllum svörum réttum til að opna á umræður um líðan nemenda í skólanum. Þátttakendum var svo skipt í hópa þar sem hópstjórar úr röðum Æsa stýrðu umræðum út frá fyrirframákveðnum spurningum og skráðu niður svör nemenda. Í lokin hittist allur hópurinn og niðurstöður hópanna voru kynntar. Æsirnir hafa nú þegar fundað og farið yfir niðurstöðurnar og þær verið kynntar skólastjórn. Það er gleðilegt að nemendur eru ánægðir í skólanum, þeim líður langflestum vel og vilja litlu breyta um fyrirkomulagið. Þau eru ánægð með kennarana, stemmninguna í skólanum, verkefnin og álagið. Þau vilja síður mæta of snemma í skólann og kunna vel að meta löng hádegishlé til að geta farið frá tölvunni og sinnt ...

Hádegisfræðsla um tæki og tól

Image
Miðvikudaginn 23. október verður Esther Ösp skólastýra með stutta hádegisfræðslu fyrir fullorðna fólkið um þau tæki og tól sem nýtt eru í skólastarfinu og mikilvægt er fyrir stuðningsnet nemenda að kunna á. Við förum sérstaklega yfir Slack og Askinn og nýtilkominn foreldraaðgang þar. Einnig gefst hér tækifæri til að spyrja spurninga og fá aðstoð með hvers kyns tæknilega aðstoð. Við hvetjum ykkur öll til að mæta. Fræðslan fer fram í skólastofunni okkar á Zoom.

Stækkandi nemendahópur

Nýir nemendur bæstast við nemendahópinn okkar á mánudag. Fyrstu vikuna fara þau í gegn um lotuna Velkomin í skýin þar sem þau læra á öll þau tæki og tól sem við nýtum í skólaumhverfi á netinu og venjast nýju skólaumhverfi.  Fulloðrna fólki nýrra nemenda er jafnframt boðið á sérstakt námskeið um það að vera foreldri í  Ásgarðsskóla og hvernig þau geta sem best stutt við nám barna sinna. Okkur hlakkar til að stækka nemendahópinn og skólasamfélagið okkar enn frekar.  Við munum taka inn fleiri nýja nemendur síðar í haust og tökum enn við umsóknum.

Hinsegin vika

14.-21. október er haldið upp á hinsegin viku (og rúmlega það) í Ásgarðsskóla. Í morgun skreyttu nemendur bakgrunna sína með fánum, regnbogalitum og öðru slíku og settu fornöfnin sem þau kjósa að nota við nafnið sitt á Zoom. Hvort tveggja verður ráðandi alla vikuna og setur svip á skólastarfið. Eftir hádegi í dag, mánudag, kemur Kristmundur Pétursson, varaformaður Samtakanna '78, í skólann og fræðir nemendur um hinseginleikann.  Í kvöld verður Kristmundur svo með hinseginfræðslu fyrir fullorðna fólkið í lífi nemenda. Það hefur gífurlegt vægi að foreldrar upplýsi sig um hinseginmál, bæði fyrir hinsegin ungmenni en einnig til að stuðla að jákvæðum skólabrag þar sem er rými fyrir alla nemendur að vera eins og þau eru. Á morgun, þriðjudag, hittir Kristmundur svo starfsfólk með almenna fræðslu og umræður um það sem kom fram í samtali hans við nemendur og fullorðna fólkið. Á miðvikudag kemur fyrrum nemandi í heimsókn og býður nemendum í hinsegin Kahoot og jafningjaspjall. Mánudaginn í næ...

Staðlota 17. og 18. október

Fyrri staðlota vetrarins fer fram í Hólmaseli 17. og 18. október næstkomandi. Þau sem ekki eiga heimangengt geta vissulega mætt í skólann á Zoom eins og vanalega en okkur hlakkar til að sjá sem flest á staðnum. Skráningarhlekkur var sendur fullorðna fólkinu í tölvupósti en mikilvægt er að vita hvernig mætingu verður háttað til að tryggja að skipulegið verði sem best. Hér gefur að líta dagskrá staðlotunnar: Fimmtudagur : 9-9.30 samvera 9:30-10.45 vinna í náttúrufræði (læra um eldgos og búa til eldgos) 10.45-11 Pása 11-12 Halda áfram í eldgosavinnu 12-12.45 hádegismatur 12.45-14 Hópefli (ratleikur o.fl) Föstudagur 9-10.45 Handavinna 10.45-11 Pása 11-12 Breakout 12-13 Hádegismatur  13-14 Spilatsund

Nemendastýrð viðtöl

Miðvikudaginn 9. október fóru fram fyrstu nemendastýrðu viðtöl vetrarins. Nemendur undirbjuggu kynningu á bók um sig sem þau hafa unnið að og sögðu fullorðna fólkinu sínu frá niðurstöðum stöðumats í læsi og stæðrfræði. Þau tóku jafnframt saman allt það námsmat sem þau hafa fengið og sýndu umsjónarkennara og fullorðna fólkinu þau verkefni sem þau eru stolt af.  Nemendur stóðu sig með stakri prýði. Næstu nemendatýrðu viðtöl verða þann 20. nóvember en þau eru haldin við spannarskil sem eru á sex vikna fresti, alls sex sinnum á skólaári.