Nemendaþing

Nemendaþing fór fram í skólanum síðastliðinn miðvikudag. Stjórn nemendaféalgsins Æsir skipulagði þingið og stýrði því með glæsibrag en þeim þótti mikilvægt að fullorðnir tækju sem minnst þátt til að tryggja opinská samskipti nemenda. Eftir að fundarstjóri hafði boðið öl velkomin var farið í Kahoot með öllum svörum réttum til að opna á umræður um líðan nemenda í skólanum. Þátttakendum var svo skipt í hópa þar sem hópstjórar úr röðum Æsa stýrðu umræðum út frá fyrirframákveðnum spurningum og skráðu niður svör nemenda. Í lokin hittist allur hópurinn og niðurstöður hópanna voru kynntar. Æsirnir hafa nú þegar fundað og farið yfir niðurstöðurnar og þær verið kynntar skólastjórn. Það er gleðilegt að nemendur eru ánægðir í skólanum, þeim líður langflestum vel og vilja litlu breyta um fyrirkomulagið. Þau eru ánægð með kennarana, stemmninguna í skólanum, verkefnin og álagið. Þau vilja síður mæta of snemma í skólann og kunna vel að meta löng hádegishlé til að geta farið frá tölvunni og sinnt ...