Hádegisfræðsla um tæki og tól
Miðvikudaginn 23. október verður Esther Ösp skólastýra með stutta hádegisfræðslu fyrir fullorðna fólkið um þau tæki og tól sem nýtt eru í skólastarfinu og mikilvægt er fyrir stuðningsnet nemenda að kunna á. Við förum sérstaklega yfir Slack og Askinn og nýtilkominn foreldraaðgang þar. Einnig gefst hér tækifæri til að spyrja spurninga og fá aðstoð með hvers kyns tæknilega aðstoð. Við hvetjum ykkur öll til að mæta.
Fræðslan fer fram í skólastofunni okkar á Zoom.
Comments
Post a Comment