Nemendastýrð viðtöl
Miðvikudaginn 9. október fóru fram fyrstu nemendastýrðu viðtöl vetrarins. Nemendur undirbjuggu kynningu á bók um sig sem þau hafa unnið að og sögðu fullorðna fólkinu sínu frá niðurstöðum stöðumats í læsi og stæðrfræði. Þau tóku jafnframt saman allt það námsmat sem þau hafa fengið og sýndu umsjónarkennara og fullorðna fólkinu þau verkefni sem þau eru stolt af.
Nemendur stóðu sig með stakri prýði. Næstu nemendatýrðu viðtöl verða þann 20. nóvember en þau eru haldin við spannarskil sem eru á sex vikna fresti, alls sex sinnum á skólaári.
Comments
Post a Comment