Hinsegin vika
14.-21. október er haldið upp á hinsegin viku (og rúmlega það) í Ásgarðsskóla.
Í morgun skreyttu nemendur bakgrunna sína með fánum, regnbogalitum og öðru slíku og settu fornöfnin sem þau kjósa að nota við nafnið sitt á Zoom. Hvort tveggja verður ráðandi alla vikuna og setur svip á skólastarfið.
Eftir hádegi í dag, mánudag, kemur Kristmundur Pétursson, varaformaður Samtakanna '78, í skólann og fræðir nemendur um hinseginleikann.
Í kvöld verður Kristmundur svo með hinseginfræðslu fyrir fullorðna fólkið í lífi nemenda.
Það hefur gífurlegt vægi að foreldrar upplýsi sig um hinseginmál, bæði fyrir hinsegin ungmenni en einnig til að stuðla að jákvæðum skólabrag þar sem er rými fyrir alla nemendur að vera eins og þau eru.
Það hefur gífurlegt vægi að foreldrar upplýsi sig um hinseginmál, bæði fyrir hinsegin ungmenni en einnig til að stuðla að jákvæðum skólabrag þar sem er rými fyrir alla nemendur að vera eins og þau eru.
Á morgun, þriðjudag, hittir Kristmundur svo starfsfólk með almenna fræðslu og umræður um það sem kom fram í samtali hans við nemendur og fullorðna fólkið.
Á miðvikudag kemur fyrrum nemandi í heimsókn og býður nemendum í hinsegin Kahoot og jafningjaspjall.
Mánudaginn í næstu viku ljúkum við svo hinsegin vikunni með heimsókn frá Hrefnu í Hinsegin félagsmiðstöðinni þar sem hún kynnir starfið fyrir nemendum skólans.
Comments
Post a Comment