Posts

Showing posts from March, 2025

Innritun í Ásgarðsskóla fyrir skólaárið 2025–2026 er hafin!

Image
  Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að innritun í Ásgarðsskóla fyrir skólaárið 2025–2026 er nú hafin ! Í tilefni af því munum við halda opinn kynningarfund á Zoom þann 1. apríl kl. 12:00 , þar sem við kynnum skólastarfið, áherslur Ásgarðsskóla og svörum spurningum frá áhugasömum gestum. 💛 Öll eru hjartanlega velkomin! 📅 Zoom-fundurinn fer fram: 1. apríl kl. 12:00 🔗 Tengill á fundinn: Smelltu hér til að taka þátt 📥 Hægt er að skrá sig á fundinn hér: 👉 Skráning á kynningarfund 📆 Ef þú vilt bæta fundinum við Google dagatalið þitt , þá getur þú gert það hér: 👉 Bæta við dagatal Við hvetjum öll þau sem hafa áhuga á skólastarfinu að mæta – hvort sem þið eruð að skoða skólann í fyrsta sinn eða viljið fræðast betur um starfið sem fram undan er. Við hlökkum til að sjá sem flest og deila með ykkur okkar einstaka skólastarfi! 🌱 Hlekkur á auglýsingu

Síðasta skólastjórakaffi vetrarins – föstudaginn 28. febrúar kl. 12:15

Image
  Nú líður að síðari hluta þessa skólaárs og við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á síðasta skólastjórakaffi vetrarins sem haldið verður föstudaginn 28. mars kl. 12:15 . Að þessu sinni munu Tinna Björk, námskrárstjóri , og Óskar Finnur, kennslustjóri , leiða létt og notalegt spjall um stöðu mála í skólanum. Þau munu ræða meðal annars um framfarir nemenda , skipulag næstu vikna og svara öllum þeim spurningum sem gestir kunna að hafa. Skólastjórakaffi er kjörið tækifæri til að hitta starfsfólk skólans í afslöppuðu umhverfi, fá innsýn í skólastarfið og spyrja beint um það sem brennur á ykkur. Áfram mun vera hægt að ræða við starfsfólk skólans ef fólk vill spjalla og mælum við eindregið með að panta fund.  Það er einfalt að gera það í gegnum vefsíðuna okkar: 👉 Panta fund með starfsfólki Við hlökkum til að sjá ykkur á skólastofunni á Zoom og eiga notalega og gagnlega stund saman!

Stjörnufræðiverkefni nemenda í Ásgarðsskóla - Sköpun, reikningur og rannsóknir

Image
Stjörnufræðiverkefni sem unnið var í Ásgarsskóla, skóla í skýjunum vakt mikla lukku og sköpunargleði meðal nemenda. Verkefnið, sem byggðist á námsmarkmiðum tengdum náttúrugreinum, stærðfræði, lykilhæfni, upplýsinga-og tæknimennt og íslensku, ásamt skapandi hugsun, var að stórum hluta nemendastýrt. Nemendur fengu áskorun um að skipuleggja eigin kennslustund, vinna áhugaverð verkefni og kynna afrakstur sinn fyrir bekkjarfélögum. Hugmyndir og lærdómur Meðal verkefna sem nemendur unnu var hönnun eigin sólkerfis á mismunandi formum. Sum teiknuðu sína eigin stjörnu, reikistjörnur og tungl, með ítarlegum skýringum á eiginleikum þeirra. Önnur völdu að skapa líkön úr pappamassa eða stafrænni hönnun í Minecraft, Canva og Scratch. Nokkrir nemendur einbeittu sér að ítarlegri rannsóknum og reikningi, þar sem fjarlægðir milli reikistjarna voru reiknaðar og samanburður gerður á þyngdarafli og hitastigi mismunandi hnatta. Nemendur lærðu mikið um t.d. árstíðir, þyngd og aldur á mismunandi plánetum og m...

Niðurstöður foreldrakönnunar og viðbrögð við þeim

Image
Foreldrakönnun Við erum sannarlega ánægð með þátttöku foreldra í foreldrakönnuninni sem við lögðum fyrir í lok febrúar. Þátttakan var góð og ljóst er að foreldrarnir okkar eru ánægð með skólann, kennsluaðferðir skólans, kennarana okkar og þar að auki virðast foreldrarnir okkar þekkja innvið skólans að mestu leyti vel. Hinsvegar komi í ljós að það eru of margir sem virðast ekki þekkja nægjanlega vel á námsvísinn, námsmatið og hvernig foreldrar geta séð námsframvindu nemendanna og í raun í hvað það þýðir. Við ætlum þess vegna að bjóða upp á auk fræðslu fyrir fullorðna fólkið okkar til þess að útskýra betur hvar þessi gögn er að finna og hvernig við vinnum þetta. Mars Fræðslan er komin í dagatalið og verður haldinn 14. mars kl. 12.15 Námsvísir, námsmat og námsframvinda (Askurinn). Tinna og Óskar sjá um fræðsluna. Hlökkum til að sjá sem flest! Mín framtíð Við viljum að þessu tilefni líka minna á viðburðinn Mín framtíð en Hrönn náms- og starfsráðgjafinn okkar hittir áhugasama nemendur í 9....