Stjörnufræðiverkefni nemenda í Ásgarðsskóla - Sköpun, reikningur og rannsóknir

Stjörnufræðiverkefni sem unnið var í Ásgarsskóla, skóla í skýjunum vakt mikla lukku og sköpunargleði meðal nemenda. Verkefnið, sem byggðist á námsmarkmiðum tengdum náttúrugreinum, stærðfræði, lykilhæfni, upplýsinga-og tæknimennt og íslensku, ásamt skapandi hugsun, var að stórum hluta nemendastýrt. Nemendur fengu áskorun um að skipuleggja eigin kennslustund, vinna áhugaverð verkefni og kynna afrakstur sinn fyrir bekkjarfélögum.

Hugmyndir og lærdómur

Meðal verkefna sem nemendur unnu var hönnun eigin sólkerfis á mismunandi formum. Sum teiknuðu sína eigin stjörnu, reikistjörnur og tungl, með ítarlegum skýringum á eiginleikum þeirra. Önnur völdu að skapa líkön úr pappamassa eða stafrænni hönnun í Minecraft, Canva og Scratch. Nokkrir nemendur einbeittu sér að ítarlegri rannsóknum og reikningi, þar sem fjarlægðir milli reikistjarna voru reiknaðar og samanburður gerður á þyngdarafli og hitastigi mismunandi hnatta.

Nemendur lærðu mikið um t.d. árstíðir, þyngd og aldur á mismunandi plánetum og möndulhalla. Öll gátu fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem það tengdist listum, raungreinum, ritun, samræðum eða samvinnu.  

Einn nemandi var sérstaklega hugmyndaríkur og teiknaði mynd af Vetrarbrautinni aftan á símahulstrið sitt – sem segir margt um áhuga og ástríðu sem verkefnið kveikti.

Frábær afrakstur

Lokaafurðin var ekki aðeins einstök hönnun sólkerfa heldur einnig áhugaaukning og betri skilningur á efninu. Nemendur kynntu verk sín með myndum, skýringum og útreikningum, sem leiddi til skemmtilegra umræðna um lífvænleika utan jarðar, áhrif þyngdarafls og eðlisfræði himintungla.

Ein áhugaverð umræða sem kom uppí ferlinu snerist um það hvað gæti unnið svarthol og hvort eitthvað gæti eytt þeim. Í þessari umræðu lærðu nemendur af samnemanda sínum að fyrirbærið quasars er knúið áfram af svartholum og getur jafnvel eytt heilum sólkerfum – svartholum meðtöldum. Þessi nýja uppgötvun vakti mikla undrun og áhuga hjá nemendum og leiddi til enn frekari spurninga um eðli og krafta alheimsins.

Verkefnið var frábært dæmi um þverfaglega námsaðferð, þar sem samspil sköpunar, reiknings og rannsókna skapaði dýnamískt námsumhverfi. Frábær upplifun fyrir nemendur og kennara og við mælum svo sannarlega með.

Handbók fyrir stjörnufræðiverkefni á unglingastigi

Hér má sjá nokkrar afurðir nemenda:












Comments

Popular posts from this blog

Innritun í Ásgarðsskóla fyrir skólaárið 2025–2026 er hafin!

Sjávarútvegsþema sem sló í gegn - Gestagangur og kynningar nemenda

Skólastarf í skýjunum er ekki hrist fram úr erminni eins og einföld skúffukaka! Opið bréf til kjörinna fulltrúa skóla- og frístundasviðs