Niðurstöður foreldrakönnunar og viðbrögð við þeim
Foreldrakönnun
Við erum sannarlega ánægð með þátttöku foreldra í foreldrakönnuninni sem við lögðum fyrir í lok febrúar. Þátttakan var góð og ljóst er að foreldrarnir okkar eru ánægð með skólann, kennsluaðferðir skólans, kennarana okkar og þar að auki virðast foreldrarnir okkar þekkja innvið skólans að mestu leyti vel.
Hinsvegar komi í ljós að það eru of margir sem virðast ekki þekkja nægjanlega vel á námsvísinn, námsmatið og hvernig foreldrar geta séð námsframvindu nemendanna og í raun í hvað það þýðir. Við ætlum þess vegna að bjóða upp á auk fræðslu fyrir fullorðna fólkið okkar til þess að útskýra betur hvar þessi gögn er að finna og hvernig við vinnum þetta.
Mars
Fræðslan er komin í dagatalið og verður haldinn 14. mars kl. 12.15 Námsvísir, námsmat og námsframvinda (Askurinn). Tinna og Óskar sjá um fræðsluna. Hlökkum til að sjá sem flest!
Mín framtíð
Við viljum að þessu tilefni líka minna á viðburðinn Mín framtíð en Hrönn náms- og starfsráðgjafinn okkar hittir áhugasama nemendur í 9. og 10. bekk í anddyri Laugardalshallarinnar. Nemendur þurfa að láta Hrönn vita ef þau ætla að mæta, annaðhvort á Slack eða í tölvupósti hronn@asgardsskoli.is
Comments
Post a Comment