Posts

Showing posts from January, 2025

Í ljósi fjölmiðlaumræðu

Image
Mikil fjölmiðlaumræða hefur átt sér stað um samskipti heimilis og skóla nýverið, þar sem áhersla hefur verið lögð á markalausa og dónalega foreldra sem og ofbeldishneigð börn. Ég vil hins vegar koma því á framfæri að við könnumst ekki við þessi vandamál. Þvert á móti höfum við mætt kurteisi, samstarfsvilja og virðingu hjá bæði börnum og forsjáraðilum í hvívetna. Mikilvægt er að muna að við erum öll - forsjáraðilar og starfsfólk skóla - að vinna að því sem við teljum barninu fyrir bestu. Foreldri í ójafnvægi hefur einfaldlega áhyggjur af barni sem það elskar. Það tekur á að hafa áhyggjur af barninu sínu og það er mikilvægt að upplifa að á mann sé hlustað við slíkar aðstæður. Ég vil einnig ítreka að við erum ávallt opin fyrir samskiptum um börnin ykkar, líðan þeirra og nám. Ef þið hafið áhyggjur eruð þið alltaf velkomin að hafa samband. Við munum leggja okkur fram við að hlusta og leysa málin í góðu samkomulagi. Hafi sá starfsmaður sem þið ræðið við ekki úrræði á reiðum höndum má alltaf ...

Á döfinni

Image
Í dag hófst ný spönn og aðalverkefnið okkar núna er sjávarútvegsþema þar sem nemendur velja sér afmarkað efni tengt einum stærsta atvinnuvegi þjóðarinnar. Nemendur munu kynna sér viðfangsefnið í fortíð og nútíð og spá fyrir um framtíðina. Stefnt er að því að fá sérfræðing sem þekkir til íslensks sjávarútvegs til að ræða við nemendur, svo ef þið þekkið eitthvað til í þeim málum eða einhvern annan sem vinnur í þessum geira, endilega verið á sambandi við kennara skólans.  Samhliða þessu verkefni eru nemendur m.a. að sinna lestri í bókaklúbbi og vinna að skrifum söngtexta, kynna sér stjörnufræði, stórar tölur og röð aðgerða í stærðfræði og enskir orðaleikir. Viðburðir á næstunni: • 20. janúar kl. 12:00-13:30 Fræðsla fyrir fullorðna og unglinga um andlegar áskoranir, seiglu og bjargráð • 21. janúar kl. 13:00 Sundkennsla í Kópavogslaug fyrir þau sem komast. Nemendur ætla að labba saman í ísbúð eftir sundið • 21. janúar kl. 12:00 Námskeið fyrir fullorðna í lífi nýrra nemenda • 28. janúar ...

Heimsreisukynningar

Image
  Síðastliðin föstudag var opið hús hjá okkur í skólanum.Fullorðna fólkið í lífi nemenda og velunnarar skólans mættu við skjáinn og fylgdust með kynningum nemenda á heimsreisuverkefni sem þau hafa unnið að undanfarið. Nemendur hafa gert eigin ferðaáætlanir um víða veröld með upplýsingum um fræðandi staði, skemmtun, gistingu og veitingar, auk fjárhagsáætlunar, og myndskreytt allt ríkulega. Á innan við klukkustund fengum við innsýn í hvað væri gaman að gera í Indónesíu, Nýja Sjálandi, Mexíkó, Austurríki og fjölda annarra landa. Myndir úr sumum verkefnanna má sjá á Instagram reikningi Ásgarðsskóla.

Gleðilegt nýtt ár

Nú er skólastarfið hafið á ný og vonandi ríkir mikil eftirvænting eftir því sem koma skal. Nemendur eru komnir vel af stað í sinni vinnu og eru að leggja lokahönd á heimsreisuverkefnin sín, auk þess að vinna í bókaklúbbi og ljóðaverkefnum, svo fátt eitt sé nefnt. Nemendur eru að hefja undirbúning fyrir nemendastýrð viðtöl sem fram fara í næstu viku.  Lesfimin  er á sínum stað í janúar og byrja þau 15. janúar og stefnt er á að allir nemendur verði búnir að taka hana fyrir lok mánaðar.  Valgreinaskólinn hófst í dag og gátu nemendur valið á milli eftirfarandi greina: Stærðfræðigrunnur Árbókargerð Skák Dungeons & Dragons Því miður náðist ekki að fylla í hóp fyrir Erasmus-verkefnið að þessu sinni. Viðburðir á næstunni: 10. janúar kl. 13:00 - Kynning nemenda á heimsreisuverkefnum 15. janúar - Nemendastýrð viðtöl 20. janúar kl 12:00 - Hádegisfræðsla fyrir nemendur og foreldra um andlegar áskoranir, seiglu og bjargráð fyrir ungmenni. *Athugið: Nemendur eru í skólanum í hád...