Í ljósi fjölmiðlaumræðu

Mikil fjölmiðlaumræða hefur átt sér stað um samskipti heimilis og skóla nýverið, þar sem áhersla hefur verið lögð á markalausa og dónalega foreldra sem og ofbeldishneigð börn. Ég vil hins vegar koma því á framfæri að við könnumst ekki við þessi vandamál. Þvert á móti höfum við mætt kurteisi, samstarfsvilja og virðingu hjá bæði börnum og forsjáraðilum í hvívetna. Mikilvægt er að muna að við erum öll - forsjáraðilar og starfsfólk skóla - að vinna að því sem við teljum barninu fyrir bestu. Foreldri í ójafnvægi hefur einfaldlega áhyggjur af barni sem það elskar. Það tekur á að hafa áhyggjur af barninu sínu og það er mikilvægt að upplifa að á mann sé hlustað við slíkar aðstæður. Ég vil einnig ítreka að við erum ávallt opin fyrir samskiptum um börnin ykkar, líðan þeirra og nám. Ef þið hafið áhyggjur eruð þið alltaf velkomin að hafa samband. Við munum leggja okkur fram við að hlusta og leysa málin í góðu samkomulagi. Hafi sá starfsmaður sem þið ræðið við ekki úrræði á reiðum höndum má alltaf ...