Á döfinni
Í dag hófst ný spönn og aðalverkefnið okkar núna er sjávarútvegsþema þar sem nemendur velja sér afmarkað efni tengt einum stærsta atvinnuvegi þjóðarinnar. Nemendur munu kynna sér viðfangsefnið í fortíð og nútíð og spá fyrir um framtíðina. Stefnt er að því að fá sérfræðing sem þekkir til íslensks sjávarútvegs til að ræða við nemendur, svo ef þið þekkið eitthvað til í þeim málum eða einhvern annan sem vinnur í þessum geira, endilega verið á sambandi við kennara skólans.
Samhliða þessu verkefni eru nemendur m.a. að sinna lestri í bókaklúbbi og vinna að skrifum söngtexta, kynna sér stjörnufræði, stórar tölur og röð aðgerða í stærðfræði og enskir orðaleikir.
Viðburðir á næstunni:
• 20. janúar kl. 12:00-13:30
Fræðsla fyrir fullorðna og unglinga um andlegar áskoranir, seiglu og bjargráð
• 21. janúar kl. 13:00
Sundkennsla í Kópavogslaug fyrir þau sem komast. Nemendur ætla að labba saman í ísbúð eftir sundið
• 21. janúar kl. 12:00
Námskeið fyrir fullorðna í lífi nýrra nemenda
• 28. janúar kl. 12:15-12:45
Fullorðinsfræðsla um matsverkefni fyrir nemendur sem eru að ljúka grunnskóla í vor
• 31. janúar kl. 8:30-9:00
Skólastjórakaffi
Fullorðinsfræðsla um störf og atvinnulíf
Comments
Post a Comment