Gleðilegt nýtt ár
Nú er skólastarfið hafið á ný og vonandi ríkir mikil eftirvænting eftir því sem koma skal. Nemendur eru komnir vel af stað í sinni vinnu og eru að leggja lokahönd á heimsreisuverkefnin sín, auk þess að vinna í bókaklúbbi og ljóðaverkefnum, svo fátt eitt sé nefnt.
Nemendur eru að hefja undirbúning fyrir nemendastýrð viðtöl sem fram fara í næstu viku. Lesfimin er á sínum stað í janúar og byrja þau 15. janúar og stefnt er á að allir nemendur verði búnir að taka hana fyrir lok mánaðar.
Valgreinaskólinn hófst í dag og gátu nemendur valið á milli eftirfarandi greina:
Stærðfræðigrunnur
Árbókargerð
Skák
Dungeons & Dragons
Því miður náðist ekki að fylla í hóp fyrir Erasmus-verkefnið að þessu sinni.
Viðburðir á næstunni:
10. janúar kl. 13:00 - Kynning nemenda á heimsreisuverkefnum
15. janúar - Nemendastýrð viðtöl
20. janúar kl 12:00 - Hádegisfræðsla fyrir nemendur og foreldra um andlegar áskoranir, seiglu og bjargráð fyrir ungmenni.
*Athugið: Nemendur eru í skólanum í hádeginu en skóladegi lýkur kl. 13:0021. janúar kl. 12:00 - Fullorðinsnámskeið fyrir forsjáraðila nýrra nemenda
31. janúar kl. 8:30 - Skólastjórakaffi fullorðinna
Comments
Post a Comment