Heimsreisukynningar


 

Síðastliðin föstudag var opið hús hjá okkur í skólanum.Fullorðna fólkið í lífi nemenda og velunnarar skólans mættu við skjáinn og fylgdust með kynningum nemenda á heimsreisuverkefni sem þau hafa unnið að undanfarið.

Nemendur hafa gert eigin ferðaáætlanir um víða veröld með upplýsingum um fræðandi staði, skemmtun, gistingu og veitingar, auk fjárhagsáætlunar, og myndskreytt allt ríkulega. Á innan við klukkustund fengum við innsýn í hvað væri gaman að gera í Indónesíu, Nýja Sjálandi, Mexíkó, Austurríki og fjölda annarra landa. Myndir úr sumum verkefnanna má sjá á Instagram reikningi Ásgarðsskóla.

Comments

Popular posts from this blog

Innritun í Ásgarðsskóla fyrir skólaárið 2025–2026 er hafin!

Sjávarútvegsþema sem sló í gegn - Gestagangur og kynningar nemenda

Skólastarf í skýjunum er ekki hrist fram úr erminni eins og einföld skúffukaka! Opið bréf til kjörinna fulltrúa skóla- og frístundasviðs