Posts

Skólasetning Ásgarðsskóla

Image
Skólasetning Ásgarðsskóla verður fimmtudaginn 21. ágúst 2025 kl. 9:00 í skólastofu nemenda á Zoom. Nemendur, forsjáraðilar og öll þau sem vilja fylgja nemendum til skóla eru velkomin að vera með okkur við upphaf skólaársins. Að lokinni formlegri dagskrá fylgja nemendur kennurum sínum í verkefnavinnu. Á sama tíma býðst fullorðnum að taka þátt í kynningu á helstu kerfum skólans. Við hvetjum sérstaklega nýja forsjáraðila til að mæta þar sem kynningin auðveldar ykkur að fylgjast með námi og framförum barna ykkar og styrkir samskipti við skólann. Við munum fara yfir: 📚 Námsumsjónarkerfið Askinn 💬 Slack – samskiptaumhverfi skólans 🛠️ Verkfæratorg Ásgarðsskóla Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest og hefja með ykkur nýtt skólaár. 🌟

Ásgarðsskóli fær varanlegt starfsleyfi! 🎉

Image
  Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Ásgarðsskóli – skóli í skýjunum hefur nú hlotið formlegt starfsleyfi. Þessi áfangi markar upphaf nýs kafla í sögu skólans og staðfestir þá vegferð sem við höfum verið á frá upphafi. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur nú staðfest reglur um innritun og útskrift nemenda og voru þær birtar í Stjórnartíðindum þann 23. júlí 2025 en það jafngildir varanlegu starfsleyfi skólans. Samþykkt reglna um innritun og útskrift tryggir að ferlið sé gagnsætt, faglegt og réttlátt. Reglurnar leggja áherslu á vandaða stjórnsýslu, jafnræði í inntöku og öflugan stuðning við nemendur frá fyrstu skrefum til útskriftar. Þetta er ekki bara lagaleg staðfesting – þetta er einnig viðurkenning á gæðum og fagmennsku starfsins sem hefur verið unnið. Ítarlegar úttektir hafa verið unnar á starfsemi skólans og öll gögn og starfshættir  skoðaðir vandlega.  Ferlið hófst þann 9. desember 2020, þegar umsókn um þróunarskólaleyfi var lögð inn til mennta- og barnamálaráðu...

Staðlota í maí

Image
Staðlota í Hamrinum – Hönnunarhugsun og sköpun Í síðustu staðlotu Ásgarðsskóla hittust nemendur og kennarar í Molanum í Hamraborg. Þar unnu nemendur að verkefni í textílmennt sem kallast Hönnunarhugsun – breytt og bætt . Verkefnið snýst um að taka ónýtar flíkur og hanna eitthvað nýtt og gagnlegt úr þeim. Lögð er áhersla á að nýta sem mest úr efninu og lágmarka sóun. Verkefnið tengist umræðu um hraðtísku og þau neikvæðu áhrif sem hún hefur á umhverfið, þar sem mikið magn fatnaðar endar sem úrgangur. Nemendur völdu sér flíkur, skissuðu hugmyndir, saumuðu og tóku myndir af ferlinu. Það voru mörg fjölbreytt verk sem litu dagsins ljós. Gömlum bolum var breytt í púða, sængurverð urðu að böngsum, höfuðbondum og fleira. Útkoman var fjölbreytt og frumleg, og öll lögðu sig fram. Auk verkefnavinnu tóku sumir nemendur sundpróf. Þá var einnig spilaður leikurinn Varúlfur, sem vakti mikla kátínu og skemmtilegar samræður. Staðlotan var vel heppnuð og gaman að hittast og vinna saman að skapandi ve...

Skólastarf í skýjunum er ekki hrist fram úr erminni eins og einföld skúffukaka! Opið bréf til kjörinna fulltrúa skóla- og frístundasviðs

Image
Í átta ár hefur skólastarf í Ásgarðsskóla - skóla í skýjunum verið í þróun. Árangurinn hefur verið frábær og vitnisburðir barna og aðstandenda þeirra einstaklega jákvæðir. Nú hefur Reykjavíkurborg einhliða og án nokkurs samráðs við Ásgarðsskóla ákveðið að beita sér gegn því að úrræðið fái að nýtas t fleirum börnum í Reykjavík og hyggjast setja á fót sitt eigið. Að þróa vel heppnaðan skóla á netinu er ekki kökugerð sem gripin er með forskrift sem fæst í tilbúnum, ódýrum pakka sem hægt er að grípa uppi á hillu. Vel heppnaður fjarskóli fyrir börn, sem kerfin okkar hafa brugðist eða búa við flókinn vanda, verður til á löngum tíma, með færustu sérfræðingum og hópi fólks sem brennur fyrir nýsköpun og hefur eldmóð og þor til þess að hugsa út fyrir kassann.  Ásgarðsskóli - skóli í skýjunum hefur verið í þróun sl. átta ár. Fyrstu nemendurnir voru nemendur í mjög fámennum skólum um landið og nemendur sem af fjölbreyttum ástæðum þurftu að stunda nám heima. Við einsettum okkur að átta okkur á ...

Innritun í Ásgarðsskóla fyrir skólaárið 2025–2026 er hafin!

Image
  Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að innritun í Ásgarðsskóla fyrir skólaárið 2025–2026 er nú hafin ! Í tilefni af því munum við halda opinn kynningarfund á Zoom þann 1. apríl kl. 12:00 , þar sem við kynnum skólastarfið, áherslur Ásgarðsskóla og svörum spurningum frá áhugasömum gestum. 💛 Öll eru hjartanlega velkomin! 📅 Zoom-fundurinn fer fram: 1. apríl kl. 12:00 🔗 Tengill á fundinn: Smelltu hér til að taka þátt 📥 Hægt er að skrá sig á fundinn hér: 👉 Skráning á kynningarfund 📆 Ef þú vilt bæta fundinum við Google dagatalið þitt , þá getur þú gert það hér: 👉 Bæta við dagatal Við hvetjum öll þau sem hafa áhuga á skólastarfinu að mæta – hvort sem þið eruð að skoða skólann í fyrsta sinn eða viljið fræðast betur um starfið sem fram undan er. Við hlökkum til að sjá sem flest og deila með ykkur okkar einstaka skólastarfi! 🌱 Hlekkur á auglýsingu

Síðasta skólastjórakaffi vetrarins – föstudaginn 28. febrúar kl. 12:15

Image
  Nú líður að síðari hluta þessa skólaárs og við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á síðasta skólastjórakaffi vetrarins sem haldið verður föstudaginn 28. mars kl. 12:15 . Að þessu sinni munu Tinna Björk, námskrárstjóri , og Óskar Finnur, kennslustjóri , leiða létt og notalegt spjall um stöðu mála í skólanum. Þau munu ræða meðal annars um framfarir nemenda , skipulag næstu vikna og svara öllum þeim spurningum sem gestir kunna að hafa. Skólastjórakaffi er kjörið tækifæri til að hitta starfsfólk skólans í afslöppuðu umhverfi, fá innsýn í skólastarfið og spyrja beint um það sem brennur á ykkur. Áfram mun vera hægt að ræða við starfsfólk skólans ef fólk vill spjalla og mælum við eindregið með að panta fund.  Það er einfalt að gera það í gegnum vefsíðuna okkar: 👉 Panta fund með starfsfólki Við hlökkum til að sjá ykkur á skólastofunni á Zoom og eiga notalega og gagnlega stund saman!

Stjörnufræðiverkefni nemenda í Ásgarðsskóla - Sköpun, reikningur og rannsóknir

Image
Stjörnufræðiverkefni sem unnið var í Ásgarsskóla, skóla í skýjunum vakt mikla lukku og sköpunargleði meðal nemenda. Verkefnið, sem byggðist á námsmarkmiðum tengdum náttúrugreinum, stærðfræði, lykilhæfni, upplýsinga-og tæknimennt og íslensku, ásamt skapandi hugsun, var að stórum hluta nemendastýrt. Nemendur fengu áskorun um að skipuleggja eigin kennslustund, vinna áhugaverð verkefni og kynna afrakstur sinn fyrir bekkjarfélögum. Hugmyndir og lærdómur Meðal verkefna sem nemendur unnu var hönnun eigin sólkerfis á mismunandi formum. Sum teiknuðu sína eigin stjörnu, reikistjörnur og tungl, með ítarlegum skýringum á eiginleikum þeirra. Önnur völdu að skapa líkön úr pappamassa eða stafrænni hönnun í Minecraft, Canva og Scratch. Nokkrir nemendur einbeittu sér að ítarlegri rannsóknum og reikningi, þar sem fjarlægðir milli reikistjarna voru reiknaðar og samanburður gerður á þyngdarafli og hitastigi mismunandi hnatta. Nemendur lærðu mikið um t.d. árstíðir, þyngd og aldur á mismunandi plánetum og m...