Ný spennandi spönn framundan!

 Ný spennandi spönn framundan 

Feb 25, 2025

Tíminn er fljótur að líða og enn og aftur er ný 6 vikna spönn framundan. Það er smávægileg breyting á skóladagatalinu en við ætlum að hafa nemendastýrðu viðtölin 9. apríl svo að viðtölin fari ekki inn í Dymbilvikuna þar sem mörg taka frí þá. Annars er dagskrá næstu spannar eftirarandi og verkefnin ekki síður spennandi!

Dagskrá næstu spannar

  • 27. febrúar - Skólastjórakaffi (12:00 - 12:30)
  • 4. mars - Hádegisfræðsla
    • Sissa skólasálfræðingur með fyrirlesturinn: Að setja mörk
  • 10. mars - Starfsdagur og frí í skólanum
  • 13. mars - Mín framtíð
    • Hrönn starfs- og námsráðgjafi hittir nemendur í 9. og 10. bekk í anddyri Laugardalshallar. Mín framtíð er Framhaldsskólakynning og Íslandsmót iðn- og verkgreina sem haldin er annað hvert ár. 
  • 18. mars - Skólaráðsfundur
  • 26. mars - Skólaþing - Nemendur og fullorðnafólkið velkomið!
    • Áhersla á námsvísi skólaársins 25-2628. mars - Skólastjórakaffi (12:00 - 12:30)
  • 4. apríl - Starfsdagur og frí í skólanum
  • 7. apríl - Hádegisfræðsla
    • Hrönn starfs- og námsráðgjafi fer yfir val á framhaldsskólum
  • 9. apríl - Viðtalsdagur
  • 14. apríl - Dymbilvika byrjar

Verkefnin framundan

Spegill sögunnar

Nemendur velja sér frjálst sögulegan atburð sem hefur haft áhrif á mannkynssöguna. Þeir munu lesa fræðandi og vísindalega texta til að afla sér upplýsinga og skoða atburðinn út frá sjónarhorni lýðræðis og mannréttinda. Ferlið endar á því að nemendur vinna saman að gerð sameiginlegrar bókar þar sem þau miðla niðurstöðum sínum á skapandi hátt. Verkefnið endar á kynningu sem forráðafólki verður boðið á!

Ritun og bókmenntir
  • Dagleg ritun: Nemendur skrifa reglulega til að þjálfa hugmyndaflug og ritfærni.
  • Sannfærandi textar: Áhersla er lögð á rökstuðning og sannfærandi skrif.
  • Ritdómur: Nemendur lesa bækur og skrifa gagnrýna umfjöllun um þær.

Bókaklúbbur: Nemendur vinna í hópum að umræðum og úrvinnslu bóka

Stærðfræði og náttúruvísindi

Nemendur munu taka þátt í spennandi samþættu verkefni þar sem þeir munu rannsaka, hanna og smíða sínar eigin vindmyllur. Þeir munu læra hvernig vindorka virkar, nota stærðfræði til að reikna flatarmál, hlutföll og afl vindmyllu og beita þessari þekkingu í eigin hönnun. Verkefnið býður upp á val um að smíða handgert líkan eða hanna það stafrænt í tölvu, þar sem nemendur fylgja skýru ferli frá hugmynd til lokaafurðar. Að lokum munu þeir kynna verkefnið sitt, útskýra hönnunina og fá endurgjöf. Með þessu þróa nemendur bæði vísindalegan skilning, sköpunargáfu og verkfræðilega hugsun!



Comments

Popular posts from this blog

Innritun í Ásgarðsskóla fyrir skólaárið 2025–2026 er hafin!

Sjávarútvegsþema sem sló í gegn - Gestagangur og kynningar nemenda

Skólastarf í skýjunum er ekki hrist fram úr erminni eins og einföld skúffukaka! Opið bréf til kjörinna fulltrúa skóla- og frístundasviðs