Veldu - vímuefnafræðsla

Í dag fengu nemendur vímuefnafræðslu frá Heilsulausnum. 

Andrea hjúkrunarfræðingur fræddi nemendur um fjölbreytt vímuefni, bæði lögleg og ólögleg; áhættuþætti, áhrif og afleiðingar. Áhersla var lögð á að ungmennin hefðu réttar upplýsingar til að taka eigin upplýsta ákvörðun.

Í hádeginu á miðvikudag verður fræðsla fyrir fullorðna fólkið og vonum við að sem flest nýti tækifærið til að mæta og fá upplýsingar um það hvernig má styðja sem best við val ungmenna um að forðast vímuefni.


Comments

Popular posts from this blog

Innritun í Ásgarðsskóla fyrir skólaárið 2025–2026 er hafin!

Sjávarútvegsþema sem sló í gegn - Gestagangur og kynningar nemenda

Skólastarf í skýjunum er ekki hrist fram úr erminni eins og einföld skúffukaka! Opið bréf til kjörinna fulltrúa skóla- og frístundasviðs