Posts

Showing posts from July, 2025

Ásgarðsskóli fær varanlegt starfsleyfi! 🎉

Image
  Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Ásgarðsskóli – skóli í skýjunum hefur nú hlotið formlegt starfsleyfi. Þessi áfangi markar upphaf nýs kafla í sögu skólans og staðfestir þá vegferð sem við höfum verið á frá upphafi. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur nú staðfest reglur um innritun og útskrift nemenda og voru þær birtar í Stjórnartíðindum þann 23. júlí 2025 en það jafngildir varanlegu starfsleyfi skólans. Samþykkt reglna um innritun og útskrift tryggir að ferlið sé gagnsætt, faglegt og réttlátt. Reglurnar leggja áherslu á vandaða stjórnsýslu, jafnræði í inntöku og öflugan stuðning við nemendur frá fyrstu skrefum til útskriftar. Þetta er ekki bara lagaleg staðfesting – þetta er einnig viðurkenning á gæðum og fagmennsku starfsins sem hefur verið unnið. Ítarlegar úttektir hafa verið unnar á starfsemi skólans og öll gögn og starfshættir  skoðaðir vandlega.  Ferlið hófst þann 9. desember 2020, þegar umsókn um þróunarskólaleyfi var lögð inn til mennta- og barnamálaráðu...