Sjávarútvegsþema sem sló í gegn - Gestagangur og kynningar nemenda

Það er skemmst frá því að segja að sjávarútvegsþemað hreinlega sló í gegn með nemendum! Síðustu sex vikur hafa krakkarnir í skólanum unnið að því að kynna sér sjávarútveg í fortíð, nútíð og framtíð. Sérfræðingurinn, sjómaðurinn, útgerðamaðurinn, uppfinningamaðurinn og þarafrumkvöðulinn Hafþór Jónson heimsótti nemendur í skólann og sagði frá og svaraði spurningum. Auðvitað komu tengsl fljótt í ljós og einn afinn í hópnum er samstarfsaðili Hafþórs 

Nemendurnir unnu ýmist einir eða í hópum, völdu sér viðfangsefni til að kynna sér og lærðu í leiðinni að taka viðtal, nota heimildir og vinna frá uppkasti til afurðar. Krakkarnir áttu líka að gera líkan af viðfangsefninu sem þau ákváðu að kynna sér. Í dag kynntu þau verkefnin sín og sýndu líkönin.

Kynningarnar voru ótrúlega fjölbreyttar, fræðandi og skemmtilegar. Hér er listinn af verkefnunum og myndir sem fylgja. 

  • Dagur í lífi vélstjóra og líkan af skipi og íverustöðum sjómannanna. 
  • Ítarleg lýsing á eðli og uppbyggingu kóralrifa og Minecraft líkan og pappírslíkan af kóralrifi. 
  • Laxa og bleikjutegundir - yfirlit á fagmáli og upplýsingar um hvaða tegundir lifa við Ísland. 
  • Beitur og líkan af skipi sem er að veiða með beitu. 
  • Vélarvæðing íslenska flotans og líkan af skipi og rými sjómanna og samanburður á sjávarútvegsflotanum fyrr og nú. 
  • Áhrif hlýnun jarðar á kórala og þróun þeirra og sérstaklega hvernig kóralinn missir lit vegna þessara áhrifa (bleaching). 
  • Fyrirlestur um díselvélar, virkni þeirra og uppbyggingu og hvernig grunnurinn undir þær eru sérhannaðar fyrir skip. 
  • Kynning á togurum og tegundir togara, botntogara og miðtogara - og veiðarfærum þeirra og vinnslu afla. 
  • Veiðar fyrr og nú, sögulegt yfirlit frá 6. öld og til dagsins í dag. 
  • Hvalir á Íslandi með áherslu á muninum á tannhvölum og skíðishvölum. 
  • Yfirlit yfir helstu fiskategundir í heiminum og yfirlit yfir helstu tegundir sem veiddar eru við strendur Íslands. 
  • Hvað er fiskur? Einkenni fiska og fisktegunda sem eru veiddir við Ísland.

Vel gert krakkar - þið eruð óskabörn þjóðarinnar!

Fyrir áhugasöm þá er verkefnalýsingin hér
























Comments

Popular posts from this blog

Innritun í Ásgarðsskóla fyrir skólaárið 2025–2026 er hafin!

Skólastarf í skýjunum er ekki hrist fram úr erminni eins og einföld skúffukaka! Opið bréf til kjörinna fulltrúa skóla- og frístundasviðs