Posts

Showing posts from February, 2025

Ný spennandi spönn framundan!

Image
  Ný spennandi spönn framundan  Feb 25, 2025 Tíminn er fljótur að líða og enn og aftur er ný 6 vikna spönn framundan. Það er smávægileg breyting á skóladagatalinu en við ætlum að hafa nemendastýrðu viðtölin 9. apríl svo að viðtölin fari ekki inn í Dymbilvikuna þar sem mörg taka frí þá. Annars er dagskrá næstu spannar eftirarandi og verkefnin ekki síður spennandi! Dagskrá næstu spannar 27. febrúar - Skólastjórakaffi (12:00 - 12:30) 4. mars - Hádegisfræðsla Sissa skólasálfræðingur með fyrirlesturinn: Að setja mörk 10. mars - Starfsdagur og frí í skólanum 13. mars - Mín framtíð Hrönn starfs- og námsráðgjafi hittir nemendur í 9. og 10. bekk í anddyri Laugardalshallar. Mín framtíð er Framhaldsskólakynning og Íslandsmót iðn- og verkgreina sem haldin er annað hvert ár.  18. mars - Skólaráðsfundur 26. mars - Skólaþing - Nemendur og fullorðnafólkið velkomið! Áhersla á námsvísi skólaársins 25-2628. mars - Skólastjórakaffi (12:00 - 12:30) 4. apríl - Starfsdagur og frí í skólanum 7...

Sjávarútvegsþema sem sló í gegn - Gestagangur og kynningar nemenda

Image
Það er skemmst frá því að segja að sjávarútvegsþemað hreinlega sló í gegn með nemendum! Síðustu sex vikur hafa krakkarnir í skólanum unnið að því að kynna sér sjávarútveg í fortíð, nútíð og framtíð. Sérfræðingurinn, sjómaðurinn, útgerðamaðurinn, uppfinningamaðurinn og þarafrumkvöðulinn Hafþór Jónson heimsótti nemendur í skólann og sagði frá og svaraði spurningum. Auðvitað komu tengsl fljótt í ljós og einn afinn í hópnum er samstarfsaðili Hafþórs  Nemendurnir unnu ýmist einir eða í hópum, völdu sér viðfangsefni til að kynna sér og lærðu í leiðinni að taka viðtal, nota heimildir og vinna frá uppkasti til afurðar. Krakkarnir áttu líka að gera líkan af viðfangsefninu sem þau ákváðu að kynna sér. Í dag kynntu þau verkefnin sín og sýndu líkönin. Kynningarnar voru ótrúlega fjölbreyttar, fræðandi og skemmtilegar. Hér er listinn af verkefnunum og myndir sem fylgja.  Dagur í lífi vélstjóra og líkan af skipi og íverustöðum sjómannanna.  Ítarleg lýsing á eðli og uppbyggingu kóralrifa...