Posts

Showing posts from November, 2024

Málþing um skólaforðun

Image
Fimmtudaginn 21. nóvember tók skólinn þátt í málþingi Félags fagsólks í frístundaþjónustu um skólaforðun sem fram fór á Teams.  Esther Ösp skólastýra sagði frá skólanum okkar sem gjarnan hefur reynst vel fyrir nemendur sem upplifað hafa skólaforðun og velti upp ólíkum tilgátum um hvers vegna það kunni að vera. Hún fjallaði einnig um það hvað skólakerfið gæti lært af nálgun félagsmiðstöðva í starfi með börnum og ungmennum og síðast en ekki síst að skólaforðun væri rangnefni því ábyrgðin væri þeirra sem eiga að þjónusta nemendur. Þrír hugrakkir nemendur skólans komu fram og sögðu frá eigin reynslu og greindu frá því hvað hefur virkað fyrir þau en nú taka þau öll virkan þátt í skólastarfi og félagsstörfum. Að framsögu lokinni var svo opið fyrir spurningar og fólk hafði verulegan áhuga á að heyra hugmyndir nemenda um hvað hafi gengið vel og hvernig stiðja mætti betur við börn í skólum landsins. Allt að 200 manns voru inni á fundinum en hann var jafnframt tekinn upp og verðir vonandi að...

Veldu - vímuefnafræðsla

Image
Í dag fengu nemendur vímuefnafræðslu frá Heilsulausnum.  Andrea hjúkrunarfræðingur fræddi nemendur um fjölbreytt vímuefni, bæði lögleg og ólögleg; áhættuþætti, áhrif og afleiðingar. Áhersla var lögð á að ungmennin hefðu réttar upplýsingar til að taka eigin upplýsta ákvörðun. Í hádeginu á miðvikudag verður fræðsla fyrir fullorðna fólkið og vonum við að sem flest nýti tækifærið til að mæta og fá upplýsingar um það hvernig má styðja sem best við val ungmenna um að forðast vímuefni.