Posts

Showing posts from August, 2025

Skólasetning Ásgarðsskóla

Image
Skólasetning Ásgarðsskóla verður fimmtudaginn 21. ágúst 2025 kl. 9:00 í skólastofu nemenda á Zoom. Nemendur, forsjáraðilar og öll þau sem vilja fylgja nemendum til skóla eru velkomin að vera með okkur við upphaf skólaársins. Að lokinni formlegri dagskrá fylgja nemendur kennurum sínum í verkefnavinnu. Á sama tíma býðst fullorðnum að taka þátt í kynningu á helstu kerfum skólans. Við hvetjum sérstaklega nýja forsjáraðila til að mæta þar sem kynningin auðveldar ykkur að fylgjast með námi og framförum barna ykkar og styrkir samskipti við skólann. Við munum fara yfir: 📚 Námsumsjónarkerfið Askinn 💬 Slack – samskiptaumhverfi skólans 🛠️ Verkfæratorg Ásgarðsskóla Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest og hefja með ykkur nýtt skólaár. 🌟