Staðlota í maí

Staðlota í Hamrinum – Hönnunarhugsun og sköpun Í síðustu staðlotu Ásgarðsskóla hittust nemendur og kennarar í Molanum í Hamraborg. Þar unnu nemendur að verkefni í textílmennt sem kallast Hönnunarhugsun – breytt og bætt . Verkefnið snýst um að taka ónýtar flíkur og hanna eitthvað nýtt og gagnlegt úr þeim. Lögð er áhersla á að nýta sem mest úr efninu og lágmarka sóun. Verkefnið tengist umræðu um hraðtísku og þau neikvæðu áhrif sem hún hefur á umhverfið, þar sem mikið magn fatnaðar endar sem úrgangur. Nemendur völdu sér flíkur, skissuðu hugmyndir, saumuðu og tóku myndir af ferlinu. Það voru mörg fjölbreytt verk sem litu dagsins ljós. Gömlum bolum var breytt í púða, sængurverð urðu að böngsum, höfuðbondum og fleira. Útkoman var fjölbreytt og frumleg, og öll lögðu sig fram. Auk verkefnavinnu tóku sumir nemendur sundpróf. Þá var einnig spilaður leikurinn Varúlfur, sem vakti mikla kátínu og skemmtilegar samræður. Staðlotan var vel heppnuð og gaman að hittast og vinna saman að skapandi ve...